Formúla 1

Brawn fær meiri samkeppni

Ross Brawn og Jenson Button ræða málin, en þeir eru með sigursælasta liðinu.
Ross Brawn og Jenson Button ræða málin, en þeir eru með sigursælasta liðinu. mynd: kappakstur.is
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að liðsmenn sínir verði að efla Brawn bílinn fyrir næsta mót, til að standast Red Bull snúning. Sebastian Vettel vann síðasta mót á Red Bull.

"Ég vissi alltaf að samkeppnin myndi aukast á milli okkar og annarra liða eftir fyrsta mótið. Við verðum með nýja hluti á brautinni í Nurburgring til að mæta auknum styrk Red Bull", sagði Ross Brawn.

"Við vorum í vandræðum með dekkin á Silverstone, komum ekki hita í þau og höfum unnið í því að leysa þetta vandamál fyrir næsta mót. Við vorum samt að keppa við Williams og Ferrari á Silverstone, en við höfum staðið framar þeim til þessa. Þeir eru ekki betri, heldur misstum við flugið í síðustu keppni."

Næsta keppni er á Nurburgring um aðra helgi. Sjá brautarlýsingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×