Vettel sótti sigur á Suzuka brautinni 4. október 2009 08:09 Mögulegur meistari, Sebastian Vettel og fráfarandi meistari, Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Japan í nótt. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira