Stund milli stríða 16. júlí 2009 00:01 Tæknileg vandkvæði hafa orðið þess valdandi að sjónvarpsútsendingar hafa ekki náðst heima hjá mér í nokkra daga. Til að byrja með var þetta óþægilegt. Ókunnugleg þögnin sló mig út af laginu og ég reyndi hvað eftir annað að kveikja á tækinu, jafnvel þó ekkert væri á dagskrá sem mig langaði til að sjá. Ég vildi bara hafa sjónvarpið í gangi. Gjallandi tækið var orðið eins og þaulsetinn gestur, sem ég saknaði þó hávær væri. Fjarvera þessa málglaða gests vandist þó furðu fljótt og þögnin sem hafði verið þrúgandi varð þægileg. Kyrrð komst á hugann og eins komst miklu meira í verk en ella þegar ekki var eitthvað á skjánum til að glepja frá verkum. Loks náðist fyrir endann á uppvaskinu og þvotturinn var þveginn og brotinn saman. Það var meira að segja smíðaður sólpallur í garðinum og unnið við smíðar fram á kvöld. Ég man þegar engar sjónvarpsútsendingar voru á fimmtudögum né á sumrin. Einungis var um eina stöð að velja, ríkissjónvarpið, sem bauð upp á Tomma og Jenna sem barnaefni. Á sunnudögum þraukaði ég í gegnum Hugvekjuna til að geta horft á Stundina okkar og Húsið á sléttunni og á jólunum minnir mig að það hafi verið sýndar fleiri en ein teiknimynd sama daginn. Ég veit svo sem ekki hvernig ég hélt þetta út. Sjálfsagt reyndi ég að leika mér eitthvað og ég man ekki eftir því að sjónvarpsleysið á fimmtudögum hafi háð mér mikið. Hvað þá yfir sumartímann þegar lokað var fyrir útsendingar, enda nóg við að vera á sumrin. Og þar sem ég bjó í afskekktri sveit norðan heiða hafði ég slitið barnsskónum áður en stöð tvö náði þangað uppeftir. Ég ólst því ekki upp við að sjónvarpið væri í gangi daginn út og inn. Þessi ósiður að horfa of mikið á sjónvarpið og hafa kveikt á því liðlangan daginn vatt smám saman upp á sig með auknu úrvali á sjónvarpsstöðvum. Nú kalla ég þetta ósið, því þessir síðustu dagar án sjónvarpsins hafa sýnt mér hvað annað má gera við tíma sinn. Svo er að sjá þegar sjónvarpssendingar nást aftur á heimilinu, hvort ég muni eftir því að það er jafnvel bara hægt að slökkva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Tæknileg vandkvæði hafa orðið þess valdandi að sjónvarpsútsendingar hafa ekki náðst heima hjá mér í nokkra daga. Til að byrja með var þetta óþægilegt. Ókunnugleg þögnin sló mig út af laginu og ég reyndi hvað eftir annað að kveikja á tækinu, jafnvel þó ekkert væri á dagskrá sem mig langaði til að sjá. Ég vildi bara hafa sjónvarpið í gangi. Gjallandi tækið var orðið eins og þaulsetinn gestur, sem ég saknaði þó hávær væri. Fjarvera þessa málglaða gests vandist þó furðu fljótt og þögnin sem hafði verið þrúgandi varð þægileg. Kyrrð komst á hugann og eins komst miklu meira í verk en ella þegar ekki var eitthvað á skjánum til að glepja frá verkum. Loks náðist fyrir endann á uppvaskinu og þvotturinn var þveginn og brotinn saman. Það var meira að segja smíðaður sólpallur í garðinum og unnið við smíðar fram á kvöld. Ég man þegar engar sjónvarpsútsendingar voru á fimmtudögum né á sumrin. Einungis var um eina stöð að velja, ríkissjónvarpið, sem bauð upp á Tomma og Jenna sem barnaefni. Á sunnudögum þraukaði ég í gegnum Hugvekjuna til að geta horft á Stundina okkar og Húsið á sléttunni og á jólunum minnir mig að það hafi verið sýndar fleiri en ein teiknimynd sama daginn. Ég veit svo sem ekki hvernig ég hélt þetta út. Sjálfsagt reyndi ég að leika mér eitthvað og ég man ekki eftir því að sjónvarpsleysið á fimmtudögum hafi háð mér mikið. Hvað þá yfir sumartímann þegar lokað var fyrir útsendingar, enda nóg við að vera á sumrin. Og þar sem ég bjó í afskekktri sveit norðan heiða hafði ég slitið barnsskónum áður en stöð tvö náði þangað uppeftir. Ég ólst því ekki upp við að sjónvarpið væri í gangi daginn út og inn. Þessi ósiður að horfa of mikið á sjónvarpið og hafa kveikt á því liðlangan daginn vatt smám saman upp á sig með auknu úrvali á sjónvarpsstöðvum. Nú kalla ég þetta ósið, því þessir síðustu dagar án sjónvarpsins hafa sýnt mér hvað annað má gera við tíma sinn. Svo er að sjá þegar sjónvarpssendingar nást aftur á heimilinu, hvort ég muni eftir því að það er jafnvel bara hægt að slökkva.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun