Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber verður að hefja tímabilið með titanum pinna í fætinum eftir fótbrot á reiðhjóli í fyrra.
Hann telur að það muni ekki há sér, en pinninn er í vinstri fæti, sem er minna notaður en bensínfóturinn hægra megin. Webber var á frumsýningu á nýjum Red Bull í morgun.
"Ég hef keppt áður með sprungin bein sem engin vissi um. Ég lét fjarlægja einn pinna um daginn, sem var nokkuð á undan upphaflegri áætlun lækna. En ég verð með nokkra í fætinum í fyrsta mótinu í Melbourne", sagði Webber.
"Hönnuður okkar, Adrian Newey er ánægður að pinninn er úr titanium en ekki stáli, hann er léttari... Ég hef ekki náð fullum styrk, en kvíði því ekkert að það verði vandamál á æfingum sen eru framundan", sagði Webber. Hann ekur nýja Red Bull bílnum á miðvikudaginn.
Sjá meira um frumsýningu Red Bull