Formúla 1

Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf

Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina.
Kimi Raikkönen vill verðlaun í afmælisgjöf um helgina. Mynd: Getty Images

Finninn Kimi Raikkönen verður þrítugur um helgina og hans heitasta ósk er að komast á verðlaunapall í mótinu í Brasilíu, sem fer fram á sunnudaginn.

Brautin í Brasilíu hefur hentað Ferrari bílnum vel síðustu ár og Felipe Massa vann glæstan sigur í fyrra, en missti af meistaratitlinum á síðustu stundu.

"Markmið mitt er að komast á verðlaunapallinn. Það verður þó engin leikur, þar sem við höfum hætt framþróun bílsins á meðan önnur lið eru í gríð og erg að bæta bíla sína", sagði Raikkönen um möguleika sína um helgina.

"Ég mun fagna 30 ára afmæli mínu á laugardag og að komast á verðlaunapall væri frábær afmælisgjöf. En ég verð að fá hana frá keppinautum okkar á einhvern hátt. Mest um vert er að halda þriðja sætinu í stigakeppni bílasmiða", sagði Raikkönen.

Brawn liðið er nánast gulltryggt að vinna titil bílasmiða, Red Bull er í öðru sæti, en McLaren á möguleika á að skáka Ferrari.

Í keppni ökumanna er Jenson Button með 14 stiga forskot á Rubens Barrichello og 16 á Sebastian Vettel. Þessir þrír eiga möguleika á titlinum, þegar tveimur mótið er ólokið.

Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu












Fleiri fréttir

Sjá meira


×