Kristján Einar lánsamur að geta keppt 6. maí 2009 09:57 Kristján keppti á Valencia brautinn á Spáni um helgina og kveðst lánsamur að hafa komist á ráslínuna þrátt fyrir efnahagskreppuna. mynd: kappakstur.is Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni um helgina í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á þessu ári, en hann keppir í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni sem er skipulögð af Spánverjum og fer fram víða í Evrópu, m.a. á þekktum Formúlu 1 brautum. "Allar mótaraðir heimsins eru að fá stór högg í fjölda ökumanna og ég þekki marga reyndari ökumenn sem hafa misst samstarfsaðila og ekki náð að fjámagna áframhaldandi keppni í ár. Það hefur fækkað alls staðar. Mótaröðin sem ég keppti í á síðasta ári, breska Formúla 3 hefur farið úr 36 bílum niður í 18 í ár. Opna Evrópska er á sínu fyrsta ári, en hún byggir á Spænsku Formúlu 3 og þar kepptu 32 bílarí fyrra, en í ár erum við 22", segir Kristján Einar sem keppti í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. "Ástæða þessarar fækkunar er alls staðar sú sama - í efnahagskreppu eru markaðsstyrkir, íþróttaamstarf og þess háttar með því fyrsta sem fyrirtæki skera niður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þessu ofan á þá staðreynd sem ástandið á Íslandi er og vegna þessa er þvílíkur léttir að vera kominn af stað í keppni og tilfinningin sem ég fékk við að ræsa í fyrsta Valencia F3 kappakstrinum var tær hamingja og stolt yfir því að vera í brautinni." Sjá blogg Kristjáns um kappaksturinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni um helgina í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á þessu ári, en hann keppir í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni sem er skipulögð af Spánverjum og fer fram víða í Evrópu, m.a. á þekktum Formúlu 1 brautum. "Allar mótaraðir heimsins eru að fá stór högg í fjölda ökumanna og ég þekki marga reyndari ökumenn sem hafa misst samstarfsaðila og ekki náð að fjámagna áframhaldandi keppni í ár. Það hefur fækkað alls staðar. Mótaröðin sem ég keppti í á síðasta ári, breska Formúla 3 hefur farið úr 36 bílum niður í 18 í ár. Opna Evrópska er á sínu fyrsta ári, en hún byggir á Spænsku Formúlu 3 og þar kepptu 32 bílarí fyrra, en í ár erum við 22", segir Kristján Einar sem keppti í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. "Ástæða þessarar fækkunar er alls staðar sú sama - í efnahagskreppu eru markaðsstyrkir, íþróttaamstarf og þess háttar með því fyrsta sem fyrirtæki skera niður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þessu ofan á þá staðreynd sem ástandið á Íslandi er og vegna þessa er þvílíkur léttir að vera kominn af stað í keppni og tilfinningin sem ég fékk við að ræsa í fyrsta Valencia F3 kappakstrinum var tær hamingja og stolt yfir því að vera í brautinni." Sjá blogg Kristjáns um kappaksturinn
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira