Formúla 1

Massa heldur sjón á báðum augum

Felipe Massa er hér í höndum sjúkraflutningsmanna skömmu eftir slysið á laugardaginn.
Felipe Massa er hér í höndum sjúkraflutningsmanna skömmu eftir slysið á laugardaginn. Mynd: AFP

Læknar tilkynntu í dag að Felipe Massa heldur sjón á báðum augum, en óttast var um vinstra augað sem varð fyrir hnjaski í óhappi hans á laugardaginn.

Dino Altman, sem er sérstakur læknir Massa frá Brasííu sagði í dag að auga Massa hefði ekki orðið fyrir skaða.

"Massa hefur opnað augað og getur séð og það virðist ekkert skemmt í auganu", sagði Altman eftir skoðun í dag. Massa man ekkert eftir slysinu á laugardaginn.

Stefano Domenicali heimsótti Massa á spítalann í dag, en Ferrari þarf að ákveða varaökumann í stað Massa fyrir næsta mót.

"Massa þekkti mig, en man ekkert eftir óhappinu. Hann tekur snöggum framförum dag frá degi og okkur hlakkar til að fá hann aftur. Við munum meta ástand hans með endurkomu um borð í Formúlu 1 bíl í huga", sagði Domenicali.

Þá er ljóst að Michael Schumacher keppir ekki í stað Massa, þó ýmsir netmiðlar hafi gert að því skóna.

Sjá nánar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×