Formúla 1

Button vann fyrsta sigur Brawn

Jenson Button fagnaði sigri í Melbourne í Ástralíu.
Jenson Button fagnaði sigri í Melbourne í Ástralíu.

Bretinn Jenson Button gerði góða ferð til Ástralíu um helgina og vann fyrsta Formúlu 1 mót ársns eftir spennandi og tilþrifamikla keppni.

Button leiddi mótið frá upphafi til enda og félagi hans Rubens Barrichello kom annar í mark, þrátt fyrir að lenda í óhappi í uphafi. Hann ók á heimamanninn Mark Webber á Red Bull.

Mikill slagur var í lok, þar sem Sebastian Vettel og Robert Kubica börðust um annað sætið. Kubica reyndi að smeygja sér framúr Vettel í krappri beygju, en þeir skullu saman.

Báðir héldu áfram án framvængja og klesstu skömmu síðar á vegg og hættu keppni.

Jarno Trulli á Toyota náði þriðja sæti eftir að hafa ræst af stað á þjónustusvæðinu á eftir öðrum ökumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×