Að þekkja söguna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. desember 2009 06:00 Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun
Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun