Það getur verið dýrt að spara Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. september 2009 06:00 Orðin sparnaður og niðurskurður hafa verið brúkuð meira meðal þjóðarinnar undanfarið ár en allnokkur misseri þar á undan. Víða hafa þessi orð sést í verki, bæði á heimilum og fyrirtækjum þar sem dregið hefur verið úr útgjöldum til að mæta minnkandi tekjum. Hjá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, tekur lengri tíma að venda skútunni en eftir áramótin næstu þegar þau fjárlög og -áætlanir sem unnar verða nú í haust, taka gildi mun sparnaðar sjá verulega stað. Það er óhjákvæmilegt. Niðurskurðurinn sem fram undan er verður ekki sársaukalaus. Eftir því sem á næsta ár líður mun sá raunveruleiki sem við blasir næstu árin verða ljósari. Sá raunveruleiki mun birtast í minni þjónustu á ýmsum sviðum, meðal annars bæði í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Meðal þeirra verkefna sem virðast liggja vel við höggi niðurskurðarhnífsins eru ýmis forvarnarverkefni. Þau láta oft lítið yfir sér og tekist hefur að láta slík verkefni hverfa svo lítið beri á. Þróun reykinga á Íslandi er dæmi um það hvernig upplýsingar og forvarnir leiddu til þess að þeim ungmennum sem byrjuðu að reykja snarfækkaði, auk þess sem þeim fjölgaði sem tóku ákvörðun um að hætta að reykja. Skaðleg áhrif reykinga eru alltaf að koma betur og betur í ljós, og þau einskorðast ekki við reykingamennina sjálfa heldur koma þau einnig niður á hinum sem eru í návígi við reykingafólkið. Forsjárhyggja er vinsælt orð í umræðum um forvarnir gegn reykingum og skorður við þeim. Það var mikið notað í aðdraganda þess að reykingabann var sett á opinberum stöðum. Sú aðgerð gekk þó betur þegar upp var staðið en menn höfðu þorað að vona og reykingamenn voru ótrúlega fljótir að laga sig að þessum nýja veruleika. Reykingabannið hér var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur tókum við þátt í bylgju sem fór um heiminn. Smám saman hefur svo komið í ljós að heilsufarslegur ávinningur er meiri en nokkur hafði gert sér væntingar um. Á dögunum hreyfði heilbrigðisráðherra við þeirri hugmynd að ekki væri sjálfgefið að selja tóbak í verslunum. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og forræðishyggjutalið fór á flug. En spyrja má á móti hvort eðlilegt sé að selja banvænt efni á svo aðgengilegum stöðum eins og í matvöruverslunum og söluturnum. Ekki síst með tilliti til þess hversu aðgengilegt tóbakið er þar með unglingum. Boð og bönn mega þó alls ekki leysa af hólmi allt það góða fræðslustarf sem unnið hefur verið til forvarna gegn reykingum undanfarna áratugi. Það er til mikils að vinna að leitast við að fá sem flest ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun um að byrja ekki að reykja, bæði með tilliti til heilsufars hvers og eins og alls þess kostnaðar sem fellur á skattborgara vegna heilsufarsáhrifa reykinga. Þessar fáu krónur mega því ekki lenda undir hnífnum á komandi misserum. Þrátt fyrir að líklega sé tómt mál að tala um að einhvern tíma verði hér reyklaust Ísland þá eiga yfirvöld alltaf að stefna að því marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Orðin sparnaður og niðurskurður hafa verið brúkuð meira meðal þjóðarinnar undanfarið ár en allnokkur misseri þar á undan. Víða hafa þessi orð sést í verki, bæði á heimilum og fyrirtækjum þar sem dregið hefur verið úr útgjöldum til að mæta minnkandi tekjum. Hjá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, tekur lengri tíma að venda skútunni en eftir áramótin næstu þegar þau fjárlög og -áætlanir sem unnar verða nú í haust, taka gildi mun sparnaðar sjá verulega stað. Það er óhjákvæmilegt. Niðurskurðurinn sem fram undan er verður ekki sársaukalaus. Eftir því sem á næsta ár líður mun sá raunveruleiki sem við blasir næstu árin verða ljósari. Sá raunveruleiki mun birtast í minni þjónustu á ýmsum sviðum, meðal annars bæði í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Meðal þeirra verkefna sem virðast liggja vel við höggi niðurskurðarhnífsins eru ýmis forvarnarverkefni. Þau láta oft lítið yfir sér og tekist hefur að láta slík verkefni hverfa svo lítið beri á. Þróun reykinga á Íslandi er dæmi um það hvernig upplýsingar og forvarnir leiddu til þess að þeim ungmennum sem byrjuðu að reykja snarfækkaði, auk þess sem þeim fjölgaði sem tóku ákvörðun um að hætta að reykja. Skaðleg áhrif reykinga eru alltaf að koma betur og betur í ljós, og þau einskorðast ekki við reykingamennina sjálfa heldur koma þau einnig niður á hinum sem eru í návígi við reykingafólkið. Forsjárhyggja er vinsælt orð í umræðum um forvarnir gegn reykingum og skorður við þeim. Það var mikið notað í aðdraganda þess að reykingabann var sett á opinberum stöðum. Sú aðgerð gekk þó betur þegar upp var staðið en menn höfðu þorað að vona og reykingamenn voru ótrúlega fljótir að laga sig að þessum nýja veruleika. Reykingabannið hér var ekki séríslenskt fyrirbæri heldur tókum við þátt í bylgju sem fór um heiminn. Smám saman hefur svo komið í ljós að heilsufarslegur ávinningur er meiri en nokkur hafði gert sér væntingar um. Á dögunum hreyfði heilbrigðisráðherra við þeirri hugmynd að ekki væri sjálfgefið að selja tóbak í verslunum. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og forræðishyggjutalið fór á flug. En spyrja má á móti hvort eðlilegt sé að selja banvænt efni á svo aðgengilegum stöðum eins og í matvöruverslunum og söluturnum. Ekki síst með tilliti til þess hversu aðgengilegt tóbakið er þar með unglingum. Boð og bönn mega þó alls ekki leysa af hólmi allt það góða fræðslustarf sem unnið hefur verið til forvarna gegn reykingum undanfarna áratugi. Það er til mikils að vinna að leitast við að fá sem flest ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun um að byrja ekki að reykja, bæði með tilliti til heilsufars hvers og eins og alls þess kostnaðar sem fellur á skattborgara vegna heilsufarsáhrifa reykinga. Þessar fáu krónur mega því ekki lenda undir hnífnum á komandi misserum. Þrátt fyrir að líklega sé tómt mál að tala um að einhvern tíma verði hér reyklaust Ísland þá eiga yfirvöld alltaf að stefna að því marki.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun