Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu 13. september 2009 07:14 Giancarlo Fisichella var hinn vandræðalegasti eftir að hafa klesst Ferrari bíl á æfingu fyrir tímatökuna í gær. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag. Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari. Fisichella ekur í raun í staðinn fyrir Luca Badoer sem þótti ekki standa sig nógu vel sem staðgengill Felipe Massa og Fisichella hreppti hnossið. En Fisichella var hinn vandræðlegasti eftir að hafa klessukeyrt Ferrari bílinn í gær á lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Hann fór útaf í hraðri beygju og reif framhjól undan eftir að hafa skollið á vegg. "Ég var nokkuð niðurdreginn eftir að hafa keyrt á vegginn. En strákarnir í liðunu unnu kraftaverk með því að raða bílnum saman, þannig að ég næði í tímatökuna í tæka tíð. En þetta þýddi að ég var ekki eins öruggur um borð í bílnum og tel gott að hafa náð fjórtánda sæti, þrátt fyrir allt", sagði Fisichella. Hann er enn að venjast því að aka Ferrari bílnum, sem er ólíkur Force Inida bílnum sem hann keppti á. "Ég er enn að læra á KERS kerfið sem gefur auka hestöfl með takka í stýrinu. Það er nokkuð flókið ferli og krefst athygli og hugsunar á tveimur stöðum á Monza brautinni. En ég ætla að skila mínu þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og ég sé alls ekki eftir að hafa skipt um lið, þó Force India mönnum hafi gengið betur í tímatökunni", sagði Fisichella. Bein útsending frá kappakstrinum á Monza brautinni er kl. 11:30 í dag.
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira