Ferrari stefnir á sigur í Mónakó 23. maí 2009 17:52 Kimi Raikkönen er annar á ráslínu og ræsir af stað við hlið Jenson Button sem leiðir stigamót ökumanna. Mynd: Getty Images Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum. "Þetta eru hagstæð úrslit fyrir okkur og sýnir að staða okkar er að batna. Það munaði örfáum sekúndubrotum að Raikkönen næði fremsta stað á ráslínu og liðið er að eflast mót frá móti", sagði Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. KimI Raikkönen var líka sáttur við stöðuna og hann ræsir af stað með KERS búnað, sem Jenson Button, fremsti maður hefur ekki. Raikkönen hefur því 80 auka hestöfl til taks. "Annað sætið er kærkomið, en ég hefði viljað ná ráspól. Það er meiri munur á fyrsta og öðru sæti hérna en í öðrum mótum. Ræsingin verður mikilvæg og KERS kerfið mun hjálpa. Það er gott að vera kominn í toppslaginn á ný. Ég mun gera mitt besta til að landa sigri, það er það eins sem skiptir máli", sagði Raikkönen. Sjá brautarlýsingu og rásröðina Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum. "Þetta eru hagstæð úrslit fyrir okkur og sýnir að staða okkar er að batna. Það munaði örfáum sekúndubrotum að Raikkönen næði fremsta stað á ráslínu og liðið er að eflast mót frá móti", sagði Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. KimI Raikkönen var líka sáttur við stöðuna og hann ræsir af stað með KERS búnað, sem Jenson Button, fremsti maður hefur ekki. Raikkönen hefur því 80 auka hestöfl til taks. "Annað sætið er kærkomið, en ég hefði viljað ná ráspól. Það er meiri munur á fyrsta og öðru sæti hérna en í öðrum mótum. Ræsingin verður mikilvæg og KERS kerfið mun hjálpa. Það er gott að vera kominn í toppslaginn á ný. Ég mun gera mitt besta til að landa sigri, það er það eins sem skiptir máli", sagði Raikkönen. Sjá brautarlýsingu og rásröðina
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira