Formúla 1

Brawn að stela Formúlu 1 senunni

Jenosn Button á fullri ferð. Hann er fljótastur á æfingu í Barcelona og sekúndu á undan næsta manni.
Jenosn Button á fullri ferð. Hann er fljótastur á æfingu í Barcelona og sekúndu á undan næsta manni.

Jenson Button og Ross Brawn virðast ætla að stela senunni á Formúlu 1 æfingum í Barcelona í dag. Þar æfa öll Formúlu 1 liðin af kappi og Button er með sekúndu betri tíma en Felipa Massa á Ferrari.

Brawn liðið rétt komst á koppinn í síðustu viku og hefur skotið öðrum keppnisliðum skelk í bringu með góðum tímum síðustu daga. Rubens Barrichello var með þriðja besta tíma í gær.

Það er því kátína í herbúðum Brawn, en bílarnir eru enn sem komið er auglýsingalausir og ljóst að gott gengi liðsins í Barcelona gæti hjálpað Brawn að finna kostendur. Hann ákvað að kaupa Honda liðið í síðustu viku, á síðustu stundu.

Liðið frumsýndi bíl sinn í vikunni og hefur slegið í gegn, en á meðan er Lewis Hamilton í basli. Hann er aðeins í 10 sæti á æfingunni, 2.5 sekúndum á eftir Button. Tvær stundir eru enn eftir af æfingunni og Stöð 2 Sport er á staðnum að fylgjast með gangi mála.

Sjá nánar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×