Formúla 1

F1: Sigurlið Brawn rekur 270 manns

Sigurinn um helgina var súrsætur hjá mörgum starfsmönnum Brawn liðsins. því það hefur fengið uppsagnarbréf.
Sigurinn um helgina var súrsætur hjá mörgum starfsmönnum Brawn liðsins. því það hefur fengið uppsagnarbréf. Mynd: AFP

Hið nýkrýnda sigurlið Brawn í Brackley í Englandi hefur sagt upp 270 af 700 manns í ljósi breytinga hjá liðinu. Liðið vann sigur í ástralska kappakstrinum um helgina.

Bretinn Ross Brawn keypti liðið af Honda bílaframleiðandanum og þykir ljóst að liðið getur ekki haft 700 manns á launaskrá. Brawn og Nick Fry hafa ákveðið að minnka starfshópinn í 430 manns.

Breytingar á tæknireglum og styrktaraðilum sem eru fáanlegrir eru þess valdandi að Brawn hvorki þarf né getur verið með jafn marga á launum og Honda var.

Richard Branson sem á Virgin flugfélagið er að skoða að kaupa hlut í liðinu, en hann gerði auglýsingasamning við Brawn um helgina. Liðið vann þá sinn fyrsta sigur.

Sjá meira um F1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×