Formúla 1

26 ökumenn í Formúlu 1 2010

Felipe Massa og Ferrari verða áfram í Formúlu 1 á næsta ári ásamt 25 öðrum ökumönnum.
Felipe Massa og Ferrari verða áfram í Formúlu 1 á næsta ári ásamt 25 öðrum ökumönnum.

FIA staðfesti í dag að 13 keppnislið verða í Formúlu 1 árið 2010 og það þýðir að 26 ökumenn verða á ráslínu, 6 fleiri en eru núna. Þetta var staðfest eftir að samningar náðust á milli FIA og FOTA, samtaka Formúlu 1 liða

Nýju liðin þrjú heita Campos Racing og er það frá Spáni, Manor Motorsport frá Bretlandi og USF1 frá Bandaríkjunum. Reyndir aðilar úr akstursíþróttaheiminum eru forsvarsmenn allra keppnisliðanna. Þá verða öll lið sem hafa verið að keppa á þessu ári með í Formúlu 1 mótaröðinni og skrifa undir samning til 2012.

 

Fjölgun ökumanna í Formúlu 1 þýðir að hagur ökumanna sem ekki eru með keppnissæti vænkast verulega. Bæði fjölar um 6 sæti og svo verða allt að 26 vara og þróunarökumenn að vera til taks á næsta ári fyrir keppnisliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×