Formúla 1

Piquet: Ég er fórnarlambið í svindlmálinu

Nelson Piquet hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikurnar.
Nelson Piquet hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikurnar. Mynd: Getty Images

Nelson Piquet sem varð uppvís að því að keyra viljandi á vegg til að hlýða yfirboðurum sínum í Singapúr kappakstrinum í fyrra segist vera fórnarlamb í málinu. Hann telur ólíklegt að hann fái starf í Formúlu 1 aftur.

Yfirmenn hans, Flavio Briatore og Pat Symonds voru dæmdir í bann en Piquet fékk friðhelgi fyrir að vitna. En yfirmenn nokkurra Formúlu 1 liða sögðu um helgina að þeir myndu aldrei ráða Piquet til starfa eftir uppákomuna. Piquet er 24 ára gamall og sonur fyrrum meistara með sama nafni.

"Það hefur engum verið refsað eins mikið og mér. Ég þarf að byrja frá grunni og réttlæta mig, sama í hvaða mótaröð ég fer í. Mér gafst ekki færi á að hugleiða bón yfirmanna minna og ef faðir minn hefði verið á staðnum, þá hefði hann aldrei leyft mér að gera þetta", sagði Piquet, en faðir hans er líka umboðsmaður hans.

"Ég opinberaði málið svo engin annar ökumaður þyrfti að þola sömu meðferð og ég. Mér var hótað samningsrofi, mót frá móti og gat ekki verið ég sjálfur við þessar aðstæður. Briatore var ósáttur við gengi Renault og tók það út á mér."

Næsta Formúlu 1 keppni er á heimaslíðum Piquet á Interlagos í Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×