Peter Sauber fær rásleyfi fyriir keppnislið sitt í Formúlu 1 á næsta ári, en FIA tilkynnti þetta í dag. Sauber keypti búnað BMW liðsins í Sviss og mun nota Ferrari vélar á næsta ári.
Sauber átti liðið, en seldi það til BMW fyrir fjórum árum. BMW ákvað hinsvegar að hætta í Forrmúlu 1 á dögunum eins og Toyota. Engu að síður verða þrettán lið á ráslínunni á næsta ári, en tíu lið voru í ár.
Sauber fannst ómögulegt að leggja niður lið sem hann hafði byggt upp í hartnær tuttugu ár, en hann átti 20% í BMW liðinu eftir að hann seldi meirihlutann.
Ekki er búið að ráða í stöður ökumanna hjá Sauber, enda hafði forgangt að tryggja þátttökurétt í mótum ársins. Nítján mót verða á næsta ári í stað sautján í ár.