Ross Brawn vill ekki nýja mótaröð 16. júní 2009 08:21 Ross Brawn og Jenson Button verða á heimavelli um næstu helgi á Silverstone. mynd: kappakstur.is Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins sem er efst í stigamóti keppnisliða og ökumanna í Formúlu 1 fór á fund FIA í gær vegna deilumálsins um reglur á næsta ári. Hann styður aðgerðir FOTA, samtaka keppnisliða, en segist samt ekki vilja nýja mótaröð í trássi við FIA. "Ég vil finna lausn á málunum og finna jafnvægi á milli óska bílaframleiðenda og nýrra og sjálfstæðra liða. Mitt lið hefði ekki orðið að veruleika nema af því meðlimir FOTA studdu mig og Mercedes hjálpaði mér í véla og tæknimálum", sagði Brawn um afstöðu síns liðs í málinu. "FOTA er samtök keppnisliða, ekki bílaframleiðenda. Ég trúi á hugmyndirnar sem menn eru með um framtíð Formúlu 1 og er bjartsýnn á að lausn finnist. Við erum byrjuð að smíða 2010 bílinn og til í slaginn. Það þarf bara að leysa þennan samskiptahnút á milli FOTA og FIA. Ég er ekki meðmæltur því að við stofnum nýja mótaröð, en ef sú yrði raunin að hún yrði stofnuð. Þá yrðu bílarnir svipaðir og við erum að vinna að þessa dagana...", sagði Brawn. Diplómatískt svar, með smá hótunar undirtón mætti alveg lesa í orð kappans sem hefur slegið í gegn í ár með nýja liði sínu. Hann verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira