Formúla 1

Toyota frumsýndi Formúlu 1 bíl

Jarno Trulli og Timo Glock verða áfram ökumenn Toyota, en Kobhyashi þróunarökumaður.
Jarno Trulli og Timo Glock verða áfram ökumenn Toyota, en Kobhyashi þróunarökumaður.

Keppnislið Toyota í Köln í Þýskalandi frumsýndi nýtt ökutæki í dag og stefnir á fyrsta sigurinn í Formúlu 1.

"Minn draumur er að vinna minn fyrsta sigur með Toyota á þessu ári. Það er búð að gera miklar breytingar á reglum og ég tel Toyota vel í stakk búið að mæta þessum breytingum", sagði Jarno Trulli á frumsýningu Toyota. Trulli og Timo Glock verða ökumenn liðsins eins og í fyrra.

Toyota hefur sett stefnuna á að vera í Formúlu 1 næstu árin, jafnvel þó Honda sem er aðal keppinautur Toyota í Japan hafi ákveðið að hætta. Toyota hefur gert samning um að vera í Formúlu 1 til 2012 í það minnsta.

sjá nánar um frumsýninguna










Fleiri fréttir

Sjá meira


×