Schumacher vill verja titil Þýskalands 3. nóvember 2009 09:02 Michael Schumacher og Sebastian Vettel lögðu Mikael Eckström og Tom Kristensen í úrslitum í fyrra. mynd: kappakstur.is Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira