Formúla 1

Læknar banna Massa að keppa

Massa slasaðist þegar hann fékk fljúgandi gorm í höfuðið í tímatölkum í Ungverjalandi.
Massa slasaðist þegar hann fékk fljúgandi gorm í höfuðið í tímatölkum í Ungverjalandi.

Felipe Massa fær ekki að keppa í Formúlu 1 á þessu ári, en hann var til skoðunar hjá sérfræðingum á spítala í Florida í Bandaríkjunum í gær.

Massa þarf að fara í aðgerð á næstu dögum til að lagfæra höfuðkúpubrot sem hann upplifði í slysi á brautinni í Ungverjalandi á dögunum. Hann er ekki nægilega gróin sára sinna og læknar segja hann ekki hæfan til keppni fyrr en á næsta ári.

Ferrari tilkynnti í morgun að liðið myndi bíða hans, en óljóst er hver keppir í bíl Massa í næsta móti sem verður á heimavelli Ferrari á Monza á Ítalíu.

Luca Baoder ók bíl Massa í tveimur síðustu mótum en lenti í neðsta sæti í þeim báðum. Mörg nöfn hafa verið nefnd til sögunnar, en Robert Kubica og Giancarlo Fisichella hafa verið orðaðir sterklega við liðið í dag í ítölskum fjölmiðlum.

Sjá meira um málið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×