Alonso öflugur á heimavelli 9. maí 2009 07:18 Renault hefur gert ýmsar breytingar á bíl Fernando Alonso sem koma honum vafalaust til góða í dag. Mynd: Kappakstur.is Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum. "Æfingarnar voru áhugaverðar af því við þurftum að prófa ógrynni af nýjum hlutum, sem voru hannaðir fyrir þessa braut. Mér gekk ekki sérlega vel á fyrstu æfingunni, skorti grip en á þeirri seinni tókst okkur að finna rétta taktinn", sagði Alonso. Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima voru á undan honum á æfingunni. "Ég verð að vera raunsær á möguleika mína, en ég tel að okkur gangi vel í tímatökunni. Markmið í mótinu er að ná í sem flest stig", sagði Alonso. Bein útsending frá tímatökunni er á Stöð 2 Sport kl. 11.45, en kl. 8.55 hefst útsending frá lokaæfingunni keppnisliða. Kappaksturinn er á dagskrá kl. 11.30 á sunnudag.Sjá brautarlýsingu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum. "Æfingarnar voru áhugaverðar af því við þurftum að prófa ógrynni af nýjum hlutum, sem voru hannaðir fyrir þessa braut. Mér gekk ekki sérlega vel á fyrstu æfingunni, skorti grip en á þeirri seinni tókst okkur að finna rétta taktinn", sagði Alonso. Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima voru á undan honum á æfingunni. "Ég verð að vera raunsær á möguleika mína, en ég tel að okkur gangi vel í tímatökunni. Markmið í mótinu er að ná í sem flest stig", sagði Alonso. Bein útsending frá tímatökunni er á Stöð 2 Sport kl. 11.45, en kl. 8.55 hefst útsending frá lokaæfingunni keppnisliða. Kappaksturinn er á dagskrá kl. 11.30 á sunnudag.Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira