Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara 11. september 2009 10:04 Nelson Piquet var rekinn frá Renault í sumar og stjóri liðsins segir hann nú beita sérkennilegum aðferðum í fjölmiðlum. mynd: kappakstur.is Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira