Brú yfir miðjuna Jón Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2009 06:00 Eftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. Nú er það lýðum ljóst að um nokkurt skeið verður mjög aukin skattheimta algerlega óhjákvæmileg. Og ríkisstjórnin er alls ekki öfundsverð af þeim verkefnum. Allir landsmenn hljóta að viðurkenna þetta og gera það. En það er eftir öðru að sósíalistastjórnin vill taka upp skandinavískt skattakerfi og brjóta niður flest það sem helst hefur verið til umbóta í þessum efnum á síðari árum. Skandinavískt skattakerfi með bröttum þrepum elur af sér samsvarandi bratta í launa- og tekjuskiptingu, verkar hamlandi gegn fjárfestingu og hrekur fjármagn frá landinu. Auk þessa virðist sósíalistastjórnin ekki hafa tekið eftir þeim skipulagsbreytingum og hagræðingu sem Skandinavar hafa gripið til á síðari árum til að ná tökum á ofvexti og óskilvirkni velferðarbáknsins sem legið hefur þungt á Norðurlandaþjóðunum. Með þessum orðum er ekki vegið að hugmyndum um skynsamlegt og hóflegt velferðarsamfélag. En þrátt fyrir allt þetta er það samt styrkur lýðræðisins á Íslandi að til er valkostur í stjórnmálunum, og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er staðfesting á styrk stjórnarstofnana þjóðarinnar. Um langt árabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft algert forræði á stjórnmálasviði og getað sett öðrum kosti. Stefna og störf núverandi sósíalistastjórnar virðast reyndar munu treysta ofurveldi sjálfstæðismanna á ný eins og skoðanakannanir sýna. Reynslan af sósíalismanum hrekur fólk upp í fangið á íhaldinu. Ein helsta skýringin á ofurveldi sjálfstæðismanna er ósætti og sundrung sem áratugum saman hefur einkennt miðjuna í íslenskum stjórnmálum. Ágreiningur og gremja hefur langtímum saman einkennt samskipti framsóknarmanna og krata, nú Samfylkingar, og þetta ástand tryggir yfirráðastöðu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og styrkir stöðu kommanna, nú Vinstri grænna, á hinum vængnum. Ef menn hafa áhuga á því að binda enda á yfirráð sjálfstæðismanna, þá verður það aðeins gert með því að byggja brú yfir miðjuna. Þá verða menn að hefja samvinnu miðjuaflanna í Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, draga úr ágreiningi milli þessara flokka og vinna að málefnalegri samstöðu yfir miðjuna. Þetta verður ekki gert á fáum dögum, og eins og mál standa nú þarf þetta starf aðdraganda. Þessir flokkar eru nú andstæðir, að minnsta kosti um einhvern tíma enn, og forysta þeirra beggja hefur öðrum skyldum að gegna. En til lengri tíma litið er þetta viðfangsefni sem mikil ástæða er til að skoða af alvöru, að byggja brú yfir miðjuna til að ná frumkvæðinu í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Eftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. Nú er það lýðum ljóst að um nokkurt skeið verður mjög aukin skattheimta algerlega óhjákvæmileg. Og ríkisstjórnin er alls ekki öfundsverð af þeim verkefnum. Allir landsmenn hljóta að viðurkenna þetta og gera það. En það er eftir öðru að sósíalistastjórnin vill taka upp skandinavískt skattakerfi og brjóta niður flest það sem helst hefur verið til umbóta í þessum efnum á síðari árum. Skandinavískt skattakerfi með bröttum þrepum elur af sér samsvarandi bratta í launa- og tekjuskiptingu, verkar hamlandi gegn fjárfestingu og hrekur fjármagn frá landinu. Auk þessa virðist sósíalistastjórnin ekki hafa tekið eftir þeim skipulagsbreytingum og hagræðingu sem Skandinavar hafa gripið til á síðari árum til að ná tökum á ofvexti og óskilvirkni velferðarbáknsins sem legið hefur þungt á Norðurlandaþjóðunum. Með þessum orðum er ekki vegið að hugmyndum um skynsamlegt og hóflegt velferðarsamfélag. En þrátt fyrir allt þetta er það samt styrkur lýðræðisins á Íslandi að til er valkostur í stjórnmálunum, og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er staðfesting á styrk stjórnarstofnana þjóðarinnar. Um langt árabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft algert forræði á stjórnmálasviði og getað sett öðrum kosti. Stefna og störf núverandi sósíalistastjórnar virðast reyndar munu treysta ofurveldi sjálfstæðismanna á ný eins og skoðanakannanir sýna. Reynslan af sósíalismanum hrekur fólk upp í fangið á íhaldinu. Ein helsta skýringin á ofurveldi sjálfstæðismanna er ósætti og sundrung sem áratugum saman hefur einkennt miðjuna í íslenskum stjórnmálum. Ágreiningur og gremja hefur langtímum saman einkennt samskipti framsóknarmanna og krata, nú Samfylkingar, og þetta ástand tryggir yfirráðastöðu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og styrkir stöðu kommanna, nú Vinstri grænna, á hinum vængnum. Ef menn hafa áhuga á því að binda enda á yfirráð sjálfstæðismanna, þá verður það aðeins gert með því að byggja brú yfir miðjuna. Þá verða menn að hefja samvinnu miðjuaflanna í Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, draga úr ágreiningi milli þessara flokka og vinna að málefnalegri samstöðu yfir miðjuna. Þetta verður ekki gert á fáum dögum, og eins og mál standa nú þarf þetta starf aðdraganda. Þessir flokkar eru nú andstæðir, að minnsta kosti um einhvern tíma enn, og forysta þeirra beggja hefur öðrum skyldum að gegna. En til lengri tíma litið er þetta viðfangsefni sem mikil ástæða er til að skoða af alvöru, að byggja brú yfir miðjuna til að ná frumkvæðinu í íslenskum stjórnmálum.