Hamilton hlær í betri bíl 22. janúar 2009 06:22 Lewis Hamilton ók McLaren Mercedes bílnum eftir brautinni í Portimao í fyrsta skipti í gær. mynd: Kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira