Ódýr ástaróður 25. júlí 2009 00:01 Eitt ómeðvitaðasta en jafnframt með hættulegri trúboðum undanfarinna ára hefur snúist um það að stafa ofan í fólk að elska sjálft sig. Heilli kynslóð hefur verið innrætt að henni séu allir vegir færir – bara ef hún trúir á eigið ágæti. Dægurlög, sjálfshjálparbækur, vatnslitamáluð afmæliskort, sem seld eru á næstu sólbaðsstofu, hafa reynst nýju kennisetningunni hollir fylgismenn – „I believe I can fly“. Kunningi minn hélt líka eitt sinn að hann gæti flogið. Því þá var hann á kókaíni. Predikunin hefur verið nær fríkeypis og alls staðar fáanleg. Ef þú last ekki bókina eða sást ekki myndina – neita ég að trúa því að Magga frænka hafi undið sér upp að þér í síðasta jólaboði (klædd í flippaða sjálfsástarkjólinn sinn með marglitu afrísku festarnar sínar) horft djúpt í augu þér og sagt: „Júlía, maður verður bara að trúa á sjálfan sig.“ Við misstum hins vegar greinilega af því þegar náunginn heltist úr ástarlestinni. Kannski heyrðum við ekki þegar hann skall í gólfið fyrir hávaðanum í möntrunni okkar. Við fórum í það minnsta létt með að láta sem fyrri hlutinn í boðorðinu, sem Jesús kallaði sjálfur það æðsta: „Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig“ hafi aldrei verið til. Spurning hvort sjálfshjálparbækur undanfarinna ára hefðu ekki fremur átt að leggja áherslu á félaga okkar en okkur sjálf. Vorum við ekki nokkuð sjálfbjarga með sjálfselskuna? Árni Bergmann flutti frábært erindi hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands í vor sem lesa má á Smugunni. Í stuttu máli fjallar ræða hans um að það sé ekki aðeins séríslenskt vandamál um þessar mundir að menn geti ekki játað mistök sín. Heilu samfélögin, jafnvel mannkyn allt, stríði við það að geta einfaldlega ekki sagt: „Fyrirgefið. Ég gerði rangt.“ Að skipta um skoðun og sjá að sér, telji fólk merki veikleika – að það brjóti niður sjálfsmynd þess og stolt. Ofuregóið, með fulla trú á sjálfu sér, þolir ekki að hafa haft rangt fyrir sér. Ég mæli með lestri á grein Árna. Hver og einn ætti að geta tekið til í sínum garði. Ef þetta er hugarástand heimsins er svo ofurauðvelt að leggja eitthvað af mörkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Eitt ómeðvitaðasta en jafnframt með hættulegri trúboðum undanfarinna ára hefur snúist um það að stafa ofan í fólk að elska sjálft sig. Heilli kynslóð hefur verið innrætt að henni séu allir vegir færir – bara ef hún trúir á eigið ágæti. Dægurlög, sjálfshjálparbækur, vatnslitamáluð afmæliskort, sem seld eru á næstu sólbaðsstofu, hafa reynst nýju kennisetningunni hollir fylgismenn – „I believe I can fly“. Kunningi minn hélt líka eitt sinn að hann gæti flogið. Því þá var hann á kókaíni. Predikunin hefur verið nær fríkeypis og alls staðar fáanleg. Ef þú last ekki bókina eða sást ekki myndina – neita ég að trúa því að Magga frænka hafi undið sér upp að þér í síðasta jólaboði (klædd í flippaða sjálfsástarkjólinn sinn með marglitu afrísku festarnar sínar) horft djúpt í augu þér og sagt: „Júlía, maður verður bara að trúa á sjálfan sig.“ Við misstum hins vegar greinilega af því þegar náunginn heltist úr ástarlestinni. Kannski heyrðum við ekki þegar hann skall í gólfið fyrir hávaðanum í möntrunni okkar. Við fórum í það minnsta létt með að láta sem fyrri hlutinn í boðorðinu, sem Jesús kallaði sjálfur það æðsta: „Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig“ hafi aldrei verið til. Spurning hvort sjálfshjálparbækur undanfarinna ára hefðu ekki fremur átt að leggja áherslu á félaga okkar en okkur sjálf. Vorum við ekki nokkuð sjálfbjarga með sjálfselskuna? Árni Bergmann flutti frábært erindi hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands í vor sem lesa má á Smugunni. Í stuttu máli fjallar ræða hans um að það sé ekki aðeins séríslenskt vandamál um þessar mundir að menn geti ekki játað mistök sín. Heilu samfélögin, jafnvel mannkyn allt, stríði við það að geta einfaldlega ekki sagt: „Fyrirgefið. Ég gerði rangt.“ Að skipta um skoðun og sjá að sér, telji fólk merki veikleika – að það brjóti niður sjálfsmynd þess og stolt. Ofuregóið, með fulla trú á sjálfu sér, þolir ekki að hafa haft rangt fyrir sér. Ég mæli með lestri á grein Árna. Hver og einn ætti að geta tekið til í sínum garði. Ef þetta er hugarástand heimsins er svo ofurauðvelt að leggja eitthvað af mörkum.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun