Hamilton stefnir á sigur á Spáni 19. ágúst 2009 14:49 Lewis Hamilton hefur bara fagnað einum sigri á árinu og það var í síðustu keppni. McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen. Kovalainen fékk í dag skilaboð um að hann verður að standa sig betur í næstu mótum ef hann ætlar að halda sæti síni hjá McLaren. Það ætti að hvetja hann til dáða á betri bíl. "Við höfum breytt framvængnum, undirvagninum og svo er KERS kerfið að virka vel í bílnum, sem nýtist bæði í sókn ogt vörn. Við erum loks komnir í toppslaginn og þá skipta þessi 80 auka hestöfl verulegu máli. Við vorum aftarlega á merinni í upphafi ársins, en nú er allt að smella hjá okkur.", sagði Marthin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Felipe Massa vann keppnina á Valencia brautinni í fyrra, en Lewis Hamilton varð annar. Nú er Massa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en Hamilton varð á eftir honum í tímatökum í fyrra. McLaren hefur aðeins unnið eitt mót á árinu og Hamilton segir kærkomið að vera kominn með bíl í toppslaginn. "Ég er enn í skýjunum með sigurinn í síðasta móti og vonandi get ég endurtekið leikinn i Valencia. Brautin hentar okkur vel og KERS kerfið kemur að góðum notum á þessari sérstöku braut. Hún reynir mikið á útsjónarsemi ökumanna og er krefjandi", sagði Hamilton. Sjá brautarlýsingu frá Valencia
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira