Formúla 1

F1: Toyota áfrýjar ekki dómi

Jarno Trulli var býsna leiður að tapa þriðja sætinu í Melbourne vegna skorts á kunnugleika á reglum.
Jarno Trulli var býsna leiður að tapa þriðja sætinu í Melbourne vegna skorts á kunnugleika á reglum.

Toyota keppnisliðiði í Formúlu 1 sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að liðið sjái ekki tilgang í að árýja dómi dómara á kappakstursbrautinni í Melbourne á sunnudaginn. Liðsmenn telja að dómurinn hafi verið rangur, en áfrýjanir hafi ekki skilað tilæltuðum árangri.

Jarno Trulli á Toyota lauk keppni í þriðja sæti, en 25 sekúndna refsingu var bætt við tíma hans, þegar hann ók framúr Lewis Hamilton á meðan öryggisbíllinn var útaf brautinni. Hann missti reyndar bíl sinn útaf á meðan öryggisbíllinn var á ferð og taldi sig einungis vera að taka sér fyrri stöðu.

Hamilton sagði einnig að lið sitt hefði sagt honum að hleypa Trulli framúr sér. Virðist því um misskilning að ræða um framkvæmdina, en eftir stendur refsingin til handa Trulli. Líka sú staðreynd að Hamilton græddi á öllu saman og færist upp í þriðja sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×