Formúla 1

Fyrsta viðtalið við Massa eftir slysið

Felipe Massa hvíir sig frá Formúlu 1 eftir slys í Ungverjalandi og keppir vart á þessu ári.
Felipe Massa hvíir sig frá Formúlu 1 eftir slys í Ungverjalandi og keppir vart á þessu ári.

Ítalrlegt sjónvarpsviðtal við brasilíska ökumanninn Felipe Massa verður birt í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður til umfjöllunar slysið sem hann lenti í á brautinni í Ungtverjalandi. Staðgengill hans, Luca Badoer verður einnig í viðtali í þættinum, en hann hefur verið ökumaður Ferrari í áratug.

Þá verður spjallað við Jamie Alguersuari sem er yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar, en hann ók í sínu fyrsta móti á dögunum. Hann verður á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina. Gestir þáttarins á Stöð 2 Sport eru Ólafur Guðmundsson, Formúlu 1 dómari og Kristján Einar Kristjánsson sem er að keppa í Formúlu 3.

Sjá brautarlýsingu frá Valenccia út útsendingartíma á Stöð 2 Sport. Þátturinn í kvöld er á dagskrá kl. 20.40.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×