Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins 3. apríl 2009 08:11 Lewis Hamilton hefur verið vinsæll hjá fréttamönnum síðustu vikuna. Mynd: Getty Images Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun. Ryan var sá sem fór með Lewis Hamilton á fund dómara í Ástralíu um síðustu helgi og þeir voru sagðir hafa gefið villandi upplýsingar vegna atviks í mótinu. Dómarar tóku málið upp í gær á Sepang brautinni í Malasíu. Útkoman var sú að Hamilton tapaði öllum stigum í mótninu og McLaren liðið var talið brotlegt í Ástralíu. Ólafur Guðmundsson sagði í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í gærkvöldi að McLaren hefði sópað staðreyndum undir teppið, en hann var dómari í Ástralíu. Formúlu 1 ökumenn æfðu á Sepang brauitnni í nótt fyrir mót helgarinnar. Á fyrri æfingunni var Nico Rosberg á Willams fljótastur, en á þeirri seinni náði Kimi Raikkönen á Ferrari besta tíma. Sérstakur þáttur er um föstudagsæfingarnar á Stöð 2 Sport í kvöld, en tímatakan er á laugardagsmorgun kl. 08.45 og kappaksturinn er á sunnudagsmorgun kl. 08.30. Sjá meira
Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira