Ecclestone berst gegn nýrri mótaröð 10. júní 2009 19:50 Bernie Ecclestone er harður i horn að taka í samningamálum. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira