Formúla 1

Albert prins: Ferrari má ekki hætta

Ljúfa lífið og Formúlu 1 er eitt og hið sama í Mónakó.
Ljúfa lífið og Formúlu 1 er eitt og hið sama í Mónakó. Mynd: Getty Images

Formúlu 1 mótið í Mónakó vekur alltaf mikla athygli. Prins Albert sem öllu stýrir í Mónakó sá ástæðu til að tjá sig um ástandið í Formúlu 1.

FIA og Formúlu 1 lið hafa deilt um framtíð íþróttarinnar og hefur Ferrari hótað að hætta. Samningafundir hafa staðið yfir í Mónakó, en engin lausn er enn í sjónmáli.

"Það er vandasamt að setja sig upp á móti FIA, en menn verða líka að jafna leikin fyrir alla keppendur. Ég veit þó það eitt að við megum ekki við því að Ferrari hætti. Það yrði mikið högg fyrir íþróttina. Ég er sannfærður að menn finna lausn á þessum málum", sagði Albert í samtali við BBC í dag.

"Það hefur mikla þýðingu fyrir Mónakó að halda Formúlu 1 og færir hundruði miljóna evra tekjur að liðin koma hingað með tæki sín. Mótið er hluti af sögu Mónakó og við störfum með glöðu geði með þeim sem skipuleggja mótin", bætti hann við.

Mónakó er eina landið sem ekki þarf að greiða Bernie Ecclestone leyfisgjald fyrir skipulag mótsins. Ecclestone telu sögu mótsins það sterka að ekki megi hrófla við því, ólíkt Silverstone mótsins í Englandi.

Sjá rásröð og brautarlýsingu frá Mónakó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×