Formúla 1

Mótið hefst í dagsbirtu en lýkur í flóðljósum

Mótssvæðið í Abu Dhabi er tignarlegt í náttmyrkrinu en ökumenn fá smjörþefinn að því að keyra þar í flóðljósum um helgina.
Mótssvæðið í Abu Dhabi er tignarlegt í náttmyrkrinu en ökumenn fá smjörþefinn að því að keyra þar í flóðljósum um helgina. mynd: kappakstur.is

Það nýmæli verður á Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi um næstu helgi að mótið hefst í dagsbirtu en lýkur í flóðljósum. Sllíkt hefur aldrei gerst í mótaröðinni, en mannvirkin í Abi Dhabi hafa vakið mikla hrifningu þeirra sem eru mættir á staðinn.

Lokamótið í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina og er uppselt á keppnina, en 50.000 áhorfendur sitja allir í yfirbyggðum stúkum sem umlykja ýmsar beygjur á brautinni. Yfir 45.000 manns komu að gerð mannvirkjanna á staðnum, en gerð var höfn fyrir listisnekkjur svoi mótssvæðið minnir á Mónakó.

Brautin var reist rétt undan borgarmarkanna í Abu Dhabi og allar byggingar á svæðínu eru nýjar. Á næsta ári opnar Ferrari sérstakan skemmtigarð, en ætlun heimamanna er að borgin verði miðstöð kappaksturs af ýmsu tagi.

Ítarlega verður fjallað um gerð brautarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20.00.

Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×