Formúla 1

Groesjan staðfestur sem ökumaður Renault

Romain Groesjan ekur Renault í stað Nelson Piquet, sem var látinn fara frá liðinu.
Romain Groesjan ekur Renault í stað Nelson Piquet, sem var látinn fara frá liðinu.

Frakkinn Romain Goresjan var í dag staðfestur sem ökumaður Renault í stað Nelson Piquet, sem var sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum.

Groesjan keppir fyrir Renault á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi.

Gorsejan keppir með Fernando Alonso sem verður á heimavelli á götum Valencia. Groesjan hefur mætt á öll mót ársins og hefur fylgst með aðgberðum Renault liðsins, auk þess að keppa í GP2 mótaröðinni. Hann hefur verið undir handleiðslu Renault frá átján ára aldri, en hann er 23 ára í dag.

"Ég er mjög stoltur af því að keppa með Renault í Formúlu 1. Það er líka heiður að vera liðsfélagi Alonso, sem er tvöfaldur meistari og það er mikil hvatning líka", sagði Groesjan.

Fyrsta mótið verður sannkölluð eldskírn því Valencia brautinni er meðfram höfninni í borginni og varnarveggir á alla kanta, eins og í Mónakó.

Meira um Groesjean






Fleiri fréttir

Sjá meira


×