Umfjöllun: Sannfærandi MR-sigur í Bláa sal Skólalíf skrifar 3. október 2009 16:25 Ólafur Hrafn, frummælandi MR-inga. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009. Ræðukeppnin fór fram í troðfollum Bláa sal Verzlunarskólans. Stemningin meðal stuðningsmanna ræðuliðanna var rafmögnuð, enda ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin gengu inn í salinn. Umræðuefnið var Ísland verður betra eftir kreppuna og mæltu MR-ingar á móti fullyrðingunni en Verzlingar með. MR-ingar hófu málflutning sinn strax í sókn og náðu að króa Verzlinga af í fyrri umferð keppninnar. Þeir héldu því fram að Verzlingar hefðu sett fram fullyrðingu sem þeir gætu með engu móti fært sönnur á. „Það er ykkar að sanna, okkar að efast,“ var viðkvæðið í ræðum MR-inga. Þessum punkti, ásamt öðrum veigamiklum rökum MR-inga, áttu Verzlingar erfitt með að svara framan af, auk þess sem öryggi í flutningi virtist meira hjá ræðumönnum MR-inga til að byrja með. Í seinni umferð var hins vegar meira jafnræði með liðunum og Verzlingar komu allt aðrir til leiks. Þeir keyrðu á bjartsýni og von gagnvart framtíðinni, og höfðu þá öflugu ásökun á MR-inga að þeir væru búnir að gefast upp, meðan Verzlingar vildu áfram berjast fyrir betra Íslandi. Þegar upp var staðið dugði það hins vegar ekki til, MR-ingar höfðu valdið málstað Verzlinga of miklum skaða í fyrri umferðinni og náðu áfram góðum stíganda í seinni umferðinni. Svo fór að oddadómarinn Jónas Margeir Ingólfsson tilkynnti um 40 stiga sigur MR, sem tæpast kom neinum á óvart. Athygli vekur að ræðumaður kvöldsins kom úr tapliði Verzlinga, en það var Eva Fanney Ólafsdóttir, frummælandi Verzlunarskólans, sem hlaut þann titil. Samkvæmt heimildum Skólalífs er þetta í fyrsta sinn í sögu VÍ-MR dagsins sem stúlka er valin besti ræðumaðurinn, auk þess sem það er sjaldgæft að frummælendur hreppi hnossið. Var Eva afar vel að titlinum komin og skilaði pottþéttri framistöðu í báðum umferðum. Myndir frá kappdeginum eru væntanlegar hingað inn á Skólalíf - fylgist vel með. Menntaskólar Tengdar fréttir Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28 MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03 Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009. Ræðukeppnin fór fram í troðfollum Bláa sal Verzlunarskólans. Stemningin meðal stuðningsmanna ræðuliðanna var rafmögnuð, enda ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin gengu inn í salinn. Umræðuefnið var Ísland verður betra eftir kreppuna og mæltu MR-ingar á móti fullyrðingunni en Verzlingar með. MR-ingar hófu málflutning sinn strax í sókn og náðu að króa Verzlinga af í fyrri umferð keppninnar. Þeir héldu því fram að Verzlingar hefðu sett fram fullyrðingu sem þeir gætu með engu móti fært sönnur á. „Það er ykkar að sanna, okkar að efast,“ var viðkvæðið í ræðum MR-inga. Þessum punkti, ásamt öðrum veigamiklum rökum MR-inga, áttu Verzlingar erfitt með að svara framan af, auk þess sem öryggi í flutningi virtist meira hjá ræðumönnum MR-inga til að byrja með. Í seinni umferð var hins vegar meira jafnræði með liðunum og Verzlingar komu allt aðrir til leiks. Þeir keyrðu á bjartsýni og von gagnvart framtíðinni, og höfðu þá öflugu ásökun á MR-inga að þeir væru búnir að gefast upp, meðan Verzlingar vildu áfram berjast fyrir betra Íslandi. Þegar upp var staðið dugði það hins vegar ekki til, MR-ingar höfðu valdið málstað Verzlinga of miklum skaða í fyrri umferðinni og náðu áfram góðum stíganda í seinni umferðinni. Svo fór að oddadómarinn Jónas Margeir Ingólfsson tilkynnti um 40 stiga sigur MR, sem tæpast kom neinum á óvart. Athygli vekur að ræðumaður kvöldsins kom úr tapliði Verzlinga, en það var Eva Fanney Ólafsdóttir, frummælandi Verzlunarskólans, sem hlaut þann titil. Samkvæmt heimildum Skólalífs er þetta í fyrsta sinn í sögu VÍ-MR dagsins sem stúlka er valin besti ræðumaðurinn, auk þess sem það er sjaldgæft að frummælendur hreppi hnossið. Var Eva afar vel að titlinum komin og skilaði pottþéttri framistöðu í báðum umferðum. Myndir frá kappdeginum eru væntanlegar hingað inn á Skólalíf - fylgist vel með.
Menntaskólar Tengdar fréttir Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28 MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03 Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Umfjöllun: VÍ-MR, rótgróin rimma Í dag, 2. október, verður VÍ-MR dagurinn haldinn hátíðlegur. Skólarnir keppast sín á milli í hinum ýmsu greinum og enda herlegheitin með ræðukeppni um kvöldið. Dagskrá hefst í Hljómskálagarðinum kl 15.00 og ræðukeppnin hefst kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. 1. október 2009 22:28
MR vann Versló enn og aftur! Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið. 3. október 2009 14:03
Keppt um kreppuna á kappdegi MR og Verzló Ræðulið Verzló og MR koma til með að keppa um umræðuefnið „Ísland verður betra eftir kreppuna“ á hinum árlega kappdegi skólanna á föstudag. Verzlingar koma til með að mæla með fullyrðingunni, en MR-ingar á móti. Samningar um viðfangsefnið tókust með liðunum aðfaranótt laugardags, en þá höfðu viðræður staðið yfir þeirra á milli síðan seinni part föstudags. 29. september 2009 03:52