Barrichello sótti á Button með sigri 13. september 2009 15:03 Rubens Barrichello var kátur með sigurinn á Monza í dag. mynd: Getty Images Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira