Golf og sjö manna ruðningur verða ólympíuíþróttir frá og með leikunum sem haldnir verða í Río de Janeiro í Brasilíu árið 2016.
Þetta ákvað Alþjóðlega ólympíunefndin á fundi sínum í dag. Golf fékk 63 af 90 atkvæðum en 81 kusu ruðninginn.
Colin Montgomerie, fyrirliði Ryders-liðs Evrópu, fagnaði ákvörðuninni.
„Ég er svo ánægður með að golf er orðin ólympíuíþrótt. Ég er stoltur af því að tekið þátt í því ferli að gera það að veruleika og þakka öllum þeim sem hafa veitt okkur hjálp sína í þessari baráttu," sagði hann.
Golf og ruðningur ólympíuíþróttir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti




Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn