Miklar breytingar á Formúlu 1 5. mars 2009 13:51 Luca Montezemolo forseti Ferrari tjáir sig um breytingarnar sem hann vill sjá á Formúlu 1 á næstunni. Mynd: AFP Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira