Vettel: Berjumst til þrautar í stigamótinu 21. júní 2009 21:21 Vettel vann sinn annan sigur á árinu á Silverstone í dag. Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira