Bitist um Gulla Helga Jakob Bjarnar skrifar 15. ágúst 2009 00:00 Eftir myndatöku hjá Einari stóðu Gulla skyndilega allar dyr opnar – en hann ákvað að endingu að taka þátt í uppbyggingu Kanans þar sem allt er tilbúið undir tréverk. Eitt helsta tromp Einars Bárðarsonar á nýrri útvarpsstöð er Gulli Helga. Dramatískar vendingar urðu hins vegar áður en endanlegir samningar tókust. „You like me, you really like me," segir útvarpsmaðurinn Gulli Helga kátur og vitnar í Sally Field þegar hún loks fékk Óskarsverðlaunin. „Það er ofsalega gaman, eftir 25 ár og að hafa verið á geymslusvæði, á bekknum, að fá allt í einu svona tilboð, að allt í einu sé þörf á manni einhvers staðar." Frá því hefur verið gengið að Gulli Helga stýri morgunþætti á Kananum, útvarpsstöð Einars Bárðarsonar, sem hefur útsendingar 1. september. Einar sparar hvergi stóru orðin þegar hann lýsir hæfileikum Gulla og hér eru nokkur stikkorð: „Einn langvinsælasti og reyndasti útvarpsmaður þjóðarinnar... einn eftirsóttasti sjónvarpsmaður landins... Tveir með öllu sem var á dagskrá FM957 og Bylgjunnar frá árunum 1991 til 1993 hafi gert nöfn Jóns Axel og Gulla Helga að goðsögnum í útvarpi. Fáir ef þá nokkrir útvarpsþættir hafa notið jafn mikilli vinsælda á Íslandi... Að fá Gulla til liðs við sig í útvarpi er eins og að fá heila hæð af samstarfsmönnum... Þegar farið verður yfir útvarpssögu þessarar þjóðar þá verða þar nokkur nöfn sem munu bera höfuð og herðar yfir önnur. Gulli verður þar í efstu línunni enda fáir ef nokkrir komið jafn víða við í sögu frjáls útvarps á Íslandi. Stór dagur fyrir Kanann..." Gulla finnst nóg um. „Já, ég er búinn að sjá þessa ræðu," segir Gulli sem lengi var mjög tvístígandi. Frá þessu hafði nánast verið gengið en þá kom bakslag, þegar 365 menn fréttu af því að Gulli væri að ganga til liðs við Einar, var dregin fram á teikniborðið gömul hugmynd um smíðaþætti - líf og yndi Gulla. „Ég er Bulli byggir og Bulli byggir hefur bara gaman að því að byggja upp. Það er það sem ég kann. Hvort sem það eru hús eða útvarpsstöðvar. Maður hefur byggt upp útvarpsstöðvar með misgóðum árangri. Þetta er sú 3. í röðinni og allt er þegar þrennt er." Ljóst er að menn hafa boðið rausnarlega í Gulla og hann svarar spurningu þess efnis svona: „Ég hef efni á að kaupa mér tyggjó." Og með vísan til Tveggja með öllu, hvort útvarpshlustendur megi vænta endurkomu Jóns og Gulla segir Gulli dularfullur: „Við útilokum ekkert í þeim efnum. Þetta er rétt að byrja. Og verður ógeðslega gaman." Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Eitt helsta tromp Einars Bárðarsonar á nýrri útvarpsstöð er Gulli Helga. Dramatískar vendingar urðu hins vegar áður en endanlegir samningar tókust. „You like me, you really like me," segir útvarpsmaðurinn Gulli Helga kátur og vitnar í Sally Field þegar hún loks fékk Óskarsverðlaunin. „Það er ofsalega gaman, eftir 25 ár og að hafa verið á geymslusvæði, á bekknum, að fá allt í einu svona tilboð, að allt í einu sé þörf á manni einhvers staðar." Frá því hefur verið gengið að Gulli Helga stýri morgunþætti á Kananum, útvarpsstöð Einars Bárðarsonar, sem hefur útsendingar 1. september. Einar sparar hvergi stóru orðin þegar hann lýsir hæfileikum Gulla og hér eru nokkur stikkorð: „Einn langvinsælasti og reyndasti útvarpsmaður þjóðarinnar... einn eftirsóttasti sjónvarpsmaður landins... Tveir með öllu sem var á dagskrá FM957 og Bylgjunnar frá árunum 1991 til 1993 hafi gert nöfn Jóns Axel og Gulla Helga að goðsögnum í útvarpi. Fáir ef þá nokkrir útvarpsþættir hafa notið jafn mikilli vinsælda á Íslandi... Að fá Gulla til liðs við sig í útvarpi er eins og að fá heila hæð af samstarfsmönnum... Þegar farið verður yfir útvarpssögu þessarar þjóðar þá verða þar nokkur nöfn sem munu bera höfuð og herðar yfir önnur. Gulli verður þar í efstu línunni enda fáir ef nokkrir komið jafn víða við í sögu frjáls útvarps á Íslandi. Stór dagur fyrir Kanann..." Gulla finnst nóg um. „Já, ég er búinn að sjá þessa ræðu," segir Gulli sem lengi var mjög tvístígandi. Frá þessu hafði nánast verið gengið en þá kom bakslag, þegar 365 menn fréttu af því að Gulli væri að ganga til liðs við Einar, var dregin fram á teikniborðið gömul hugmynd um smíðaþætti - líf og yndi Gulla. „Ég er Bulli byggir og Bulli byggir hefur bara gaman að því að byggja upp. Það er það sem ég kann. Hvort sem það eru hús eða útvarpsstöðvar. Maður hefur byggt upp útvarpsstöðvar með misgóðum árangri. Þetta er sú 3. í röðinni og allt er þegar þrennt er." Ljóst er að menn hafa boðið rausnarlega í Gulla og hann svarar spurningu þess efnis svona: „Ég hef efni á að kaupa mér tyggjó." Og með vísan til Tveggja með öllu, hvort útvarpshlustendur megi vænta endurkomu Jóns og Gulla segir Gulli dularfullur: „Við útilokum ekkert í þeim efnum. Þetta er rétt að byrja. Og verður ógeðslega gaman."
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira