Formúla 1

Shumacher: Leiður og vonsvikinn

Michale Schumacher er súr að geta ekki keppt í stað Felipe Massa í Valencia um aðra helgi.
Michale Schumacher er súr að geta ekki keppt í stað Felipe Massa í Valencia um aðra helgi. mynd: kappakstur.is

Michael Schumacher er hundsvekktur að geta ekki keppt að sinni í Formúlu 1, vegna hálsmeiðsla sem hann hlaut í mótorhjólakappakstri í febrúar. Ekki er þó útséð með hvort hann keyrir síðar á árinu, eða jafnvel á því næsta samkvæmt fréttum frá Ferrari.

"Þið getið ímyndað hvernig mér líður að geta ekki keppt. Ég er bæði vonsvikinn og leiður. Vissulega átti ég ekki von á kallinu frá Ferrari, en ég var tilbúinn að láta reyna á þetta. Ég undirbjó mig af mikilli kostgæfni, en það var ljóst í byrjun að ég yrði að vera líkamlega heill til verksins. Það er leitt að þetta gekk ekki upp", sagði Schumacher á fundinum, en hann býr í Sviss.

Luca Badoer ekur í stað Felipe Massa, en ekki Schumacher. Forseti Ferrari, Luca Montezemolo segir ekki lokum fyrir það skotið að Schumacher keyri síðar og hann vill reyndar fá leyfi fyrir þriðja bíl Ferrari á næsta ári.

Sjá nánar um málið












Fleiri fréttir

Sjá meira


×