Brawn bjartsýnn á gott gengi 22. júlí 2009 11:13 Brawn liðið er með forystu í stigamóti ökumanna og bílasmiða. Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins segir að bíll liðsins hafi verið endurbættur frá síðsta móti og liðið ætli sér stóra hluti í Ungverjalandi um næstu helgi. Brawn liðið er með forystu í stigakeppni ökumanna og bílasmiða. Red Bull liðið hefur unnið tvö síðustu mót, en brautin í Ungverjalandi gæti hentað bíl liðsins vel og ekki síst þar sem meiri hiti er á þeirri braut en þeim síðustu. Vandamál Brawn hefur stundum verið að koma hita í dekkin og meiri hiti hjálpar til við það. "Síðustu tvö mót voru okkur erfið, á Silverstone og í Nurburgring og keppinautar okkar hafa tekið stórstígum framförum", sagði Brawn. "En gæði bílsins hafa ekki versnað og aðstæður á brautunum tveimur urðu þess valdandi að okkur gekk ekki nægilega vel. Við höfum endurbætt bílinn frá síðasta móti og það verulega, þannig að ég á von á góðu gengi um helgina og í næstu mótum. Við erum með lið og ökumenn til að halda forystunni í báðum stigamótum", sagði Brawn. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins segir að bíll liðsins hafi verið endurbættur frá síðsta móti og liðið ætli sér stóra hluti í Ungverjalandi um næstu helgi. Brawn liðið er með forystu í stigakeppni ökumanna og bílasmiða. Red Bull liðið hefur unnið tvö síðustu mót, en brautin í Ungverjalandi gæti hentað bíl liðsins vel og ekki síst þar sem meiri hiti er á þeirri braut en þeim síðustu. Vandamál Brawn hefur stundum verið að koma hita í dekkin og meiri hiti hjálpar til við það. "Síðustu tvö mót voru okkur erfið, á Silverstone og í Nurburgring og keppinautar okkar hafa tekið stórstígum framförum", sagði Brawn. "En gæði bílsins hafa ekki versnað og aðstæður á brautunum tveimur urðu þess valdandi að okkur gekk ekki nægilega vel. Við höfum endurbætt bílinn frá síðasta móti og það verulega, þannig að ég á von á góðu gengi um helgina og í næstu mótum. Við erum með lið og ökumenn til að halda forystunni í báðum stigamótum", sagði Brawn.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira