Bretinn Jenson Button var fljótastur allra ökumanna í tímatökum á Formúlu 1 bratuinni í Melbourne í nótt. Rubens Barrichello á samskonar Brawn bíl varð annar, en Sebastian Vettel á Red Bull þriðji.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð hvergi nærri toppnum á McLaren. Bíll hans bilaði fyrir lokaumferð tímatökunnar og hann ræstir fimmtándi af stað.
Felipe Massa og Kimi Raikkönen á Ferrari ræsa sjöundu og níundu af stað. Nico Rosberg náði besta tíma á öllum æfingum fyrir tímatökuna á Willams. Hann varð fimmti í tímatökunni, á eftir Robert Kubica á BMW.