Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi 1. nóvember 2009 09:06 Fremstu menn á ráslínu í dag. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Mark Webber. Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira