Hófsamar jólagjafir fyrirtækja 30. desember 2009 05:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála. Jól Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála.
Jól Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira