Formúla 1

Schumacher hjálpar Ferrari á Spáni

Michael Schumacher í góðum gír á Jerez brautinni á Spáni og með réttu græjurnar.
Michael Schumacher í góðum gír á Jerez brautinni á Spáni og með réttu græjurnar. Mynd: Getty Images

Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher hefur verið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni, þar sem Formúlu 1 lið æfa af kappi.

Schumacher er enn með nokkurn hálsríg eftir að hafa fallið af mótorhjóli á dögunum. Hann hefur fiktað við að keppa í kappakstri á mótorhjólum.

Schumacher hefur mikið tæknilegt innsæi varðandi uppsetningu keppnisbíla og styður við bakið á Kimi Raikkönen og Felipe Massa við framþróun Ferari bílsins. Ferrari æfði á dögunum í Bahrain, en Jerez á Spáni og svo Barcelona í næstu viku er síðasti vettvangur til æfinga fyrir fyrsta mót.

Það verður í Ástralíu síðustu helgina í mars og sýnt beint á Stöð 2 Sport. Verið er að vinna að sérstökum upphitunarþætti um Formúlu 1 sem verður sýndur 18. mars.

Fulltrúi Stöð 2 Sport og Bylgjunnar verður á lokaæfingum keppnisliða og fluttar verða fréttir af gangi mála á visi.is í næstu viku. Verður fjallað um æfingadaganna í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni eftir hádegi á meðan æfingum stendur.

Sjá æfingatíma á Jerez








Fleiri fréttir

Sjá meira


×