Formúla 1

Ari Vatanen býður sig fram til forseta FIA

Finninn Ari Vatanen hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIA.
Finninn Ari Vatanen hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIA. mynd: kappakstur.is
Rallökumaðurinn og fyrrum heimsmeisati, Finninn Ari Vatanen hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIA. Miklar væringar hafa verið á milli Formúlu 1 liða og Max Mosley núverandi forseta FIA og vona margir aðilar að framboð Vatanen fái fylgi meðal meðlima FIA og klúbba sem starfa undir hatti sambandsins.

"Það er kominn tími á breytingar og að lægja öldurnar og opna FIA þannig að sambandið geti starfað á gagnsæjan hátt. Það er verkefni forsetans að vera sameiningartákn fyrir miljaraða bílanotenda. Ég hef fengið stuðning fjölda klúbba og mun keppa að því að ná kjöri í kosningumn til forseta FIA í október , sagði Vatanen um málið í dag.

Vatnan keppti lengi í rallakstri og varð heimsmeistari með Ford og keppti síðan með Citroen í París-Dakar rallinu í nokkur ár, auk annarra móta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×