Briatore vill eilífðarbanni FIA aflétt 25. nóvember 2009 10:23 Flavio Briatore ásamt eiginkonu sinni. Elísabetu Gregoraci. Mynd: Getty Images Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Britatore vitnaði í gær gegn FIA, alþjóðabílasambandinu fyrir frönskum dómstóli. Hann kærði FIA fyrir það sem hann telur ólögmætt keppnisbann til æviloka og vill meina að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi ráðið gangi mála. Briatore var fundinn sekur hjá sérstöku ráði innan FIA að hafa lagt á ráðin að Nelson Piquet keyrði á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í keppninni í Singapúr 2008. Verknaðurinn sannaðist og FIA dæmdi Briatore í ævilangt bann. Briatore vill meina að ekki hafi verið farið að lögum í fyrirtöku málsins og að niðurstaðan hafi verið ákveðinn fyrirfram. Málið var tekið fyrir í gær fyrir almennum dómsstóli og niðurstaða í málinu verður ekki birt fyrr en 5. janúar. Briatore fór fram á eina miljón evra í skaðabætur og vill frelsi til að mæta á móti og sinna störfum sínum sem umboðsmaður ökumanna. Þá er mögulegt að breska knattspyrnusambandið banni honum að eiga í Queens Park Rangers knattspyrnuliðinu, en hann á hlut í liðinu ásamt Bernie Ecclestone. Knattspyrnusambandið vill ekki mann sem hefur orðið uppvís að svindli innan sinna vébanda.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira