Formúla 1

McLaren frumsýndi 2009 keppnisbílinn

Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen svipta hulunni af nýja McLaren bílnum í dag.
Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen svipta hulunni af nýja McLaren bílnum í dag.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton og félagi hans Heikki Kovalainen sviptu hulunni af 2009 keppnisfák McLaren liðsins í dag.

Formleg frumsýning var í höfuðstöðvum McLaren í Woking í Surrey í Englandi að viðstöddu fjölmenni. McLaren bíllinn er smíðaður samkvæmt nýjum reglum FIA fyrir þetta ár og því gjörbreyttur frá fyrra ári. Hann er þó krómlitaður sem fyrr.

Mercedes leggur McLaren liðinu til vélar og bíll liðsins verður með KERS kerfið sem færir ökumanni aukaafl til framúraksturs. McLaren mun byja með búnaðinn í fyrsta móti og Ron Dennis framkvæmdarstjóri liðsins telur að liðið verði klárt í titilslaginn frá fyrsta móti. Það er í Ástralíu í lok mars.

"Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé bílinn samsettann og hann er ákaflega fallegur. McLaren tekst allataf að smíða laglegt ökutæki og það er gaman að sjá fyrirbærið í fyrsta skipti", sagði Lewis Hamilton um nýja farkostinn sem hann hefur til að verja titilinn frá því í fyrra.

Nánar um frumsýningu McLaren




Fleiri fréttir

Sjá meira


×