Formúla 1

Formúlu 1 mót í París úr myndinni

Ferrari hefur verið ekið um götur Parísar, en nú virðast litlar líkur á Formúlu 1 móti í París eins og til stóð.
Ferrari hefur verið ekið um götur Parísar, en nú virðast litlar líkur á Formúlu 1 móti í París eins og til stóð. mynd: Getty Images

Áætlun um að uppsetning á Formúlu 1 braut í París hefur runnið í sandinn, eftir að yfirvöld féllu frá áætlun að byggja braut á iðnaðarsvæði við Flins Les Mueraux.

Bernie Ecclestone vill hafa Formúlu 1 í framtíðinni í París, New York og Moskvu, en Parísar hugmyndin hefur allavega verið sett í skúffuna í bili. Til stóða að halda Formúlu 1 mót í París 2011, en það verður ekki.

Eigendur Paul Riccard brautarinnar í Frakklandi vilja í staðinn skoða möguleika á að halda Formúlu 1 keppni, en Ecclestone er hluthafi í brautinni. Hann er sífellt að leita nýrra landa og á næsta ári verður mót í Suður Kóreu í fyrsta skipti.

Þá verður mótið í Montreal í Kanada aftur á dagskrá eftir hlé, en 19 mót verða á dagskrá 2010, en þau voru 17 í iár.

Sjá mótaskrá 2010








Fleiri fréttir

Sjá meira


×